Mótmæltu fyrir utan Biskupsstofu

Hópurinn reyndi m.a. að nota öskutunnur til þess að stöðva …
Hópurinn reyndi m.a. að nota öskutunnur til þess að stöðva umferð um Laugaveginn. mbl.is/Ernir

Fámennur hópur fólks reyndi að stöðva umferð um Laugaveg við húsnæði Biskupsstofu í dag í mótmælaskyni gegn því hvernig staðið er að úthlutun Hjálparstofnunar kirkjunnar til öryrkja og aldraðra.

Hópurinn afhenti fulltrúa Biskupsstofu áskorun í þeim efnum og lét síðan af aðgerðum sínum en lögreglan hafði þá skorist í leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert