Sumri og sól fagnað

Frá vorhátíð Austurbæjarskóla.
Frá vorhátíð Austurbæjarskóla. mbl.is/Kristinn

Nemendur og kennarar við Austurbæjarskóla, auk íbúa í miðborg Reykjavíkur, fylktu sér í litríkri skrúðgöngu í morgun í tilefni af Vorhátíð skólans.

Farið var niður Barónsstíg og Laugaveg, síðan upp Klapparstíg og Skólavörðustíg og loks til baka að skólanum um Eiríksgötu og Barónsstíg.

Hátíðin hélt síðan áfram í skólaportinu en með Vorhátíðinni fagna nemendur og starfsfólk Austurbæjarskóla sumri og sól.

mbl.is/Kristinn
mbl.is/Kristinn
mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka