Eldsneytisverð lækkar

Verð á bensíni og dísilolíu hefur lækkað í dag  hjá þeim félögum, sem reka mannlausar bensínstöðvar: Atlantsolíu, Orkunni og ÓB.

Verð á bensíni er nú 232,10 krónur hjá Orkunni og 0,10 krónum dýrara hjá hinum félögunum tveimur. Dísilolía kostar 231,10 krónur hjá félögunum þremur.

Hjá stóru félögunum, N1, Shell og Olís, er verðið í kringum 5 krónum hærra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert