Öskufok við Fljótsskarð

Hjólreiðarmaður á ferðinni í sandbyl á Skeiðarársandi í dag.
Hjólreiðarmaður á ferðinni í sandbyl á Skeiðarársandi í dag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Öskufok hefur verið víða á svæðinu á milli Eyjafjallajökuls og Kirkjubæjarklausturs í dag. Að sögn lögreglu hefur fok nú aukist austan við Kirkjubæjarklaustur og slæmt skyggni er víða í kringum Fljótsskarð. Lögregla biður ökumenn sem eiga leið um svæðið að fara varlega.

Að sögn lögreglu hófst fokið í gærkvöld og stóð yfir í alla nótt. 

Að sögn Veðurstofu Íslands mega íbúar og aðrir sem ferðast um svæðið búast við öskufoki í sumar. Veðurfræðingur segir í samtali við mbl.is að það sé stíf norðanátt og þurrviðri á svæðinu í dag, ljóst sé að öskufok muni verða fólki til ama þegar þannig viðrar. Þetta ætti hins vegar að vera gengið niður á morgun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert