Ræða við ASÍ um lífeyrisskatt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn

Viðræður verða milli fjármálaráðuneytisins og Alþýðusambands Íslands fyrir 22. júní, um fyrirhugaða skattlagningu á lífeyrissjóðina til að standa straum af sérstakri vaxtaniðurgreiðslu. Þann dag tekur ASÍ afstöðu til gildis kjarasamninganna frá 5. maí.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var harðorður í Morgunblaðinu í gær og sagðist aldrei samþykkja skatta á lífeyrissjóðina. Stjórnvöldum hefði verið gerð grein fyrir því. Ekkert samráð hefði verið haft við ASÍ, aðgerðin væri einhliða af hálfu ríkisstjórnarinnar og til þess gerð að skerða réttindi fólks á almennum vinnumarkaði. Það gengi þvert á gefin loforð. Skattur á lífeyrissjóði jafngilti brostnum forsendum kjarasamninga.

„Það stendur nú ekki til að skattleggja lífeyrissjóði. Við höfum verið að leita leiða til að efna það samkomulag sem gert var um skuldaaðgerðinar í des., að bankar og lífeyrissjóðir leggi af mörkum í þessa aðgerð,“ segir Steingrímur og vísar til þess að aðgerðin sé ekki varanleg.

„Þetta er náttúrlega algerlega tímabundin ráðstöfun og það sem er í frumvarpinu núna er bara fyrir þetta ár. [...] En við geymum okkur bara næsta ár, að ákveða hvernig við leysum það,“ segir Steingrímur. Þar að auki sé nú miðað við að lífeyrissjóðir borgi aðeins 40% á móti bönkunum. Sýndur hafi verið mikill vilji til að koma til móts við þá. Löglegan grundvöll þurfi undir greiðslur sjóðanna. Hann samsinnir því þó að þetta geti orðið dýrkeypt ef það sprengir kjarasamningana, en ítrekar að samkomulag hafi verið um að leita leiða til fjármögnunar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert