Hótel Loftleiðir breytir um nafn

Hótel Loftleiðir.
Hótel Loftleiðir.

Hótel Loftleiðir fær í dag nýtt nafn og mun þá nefnast Reykjavík Natura. Hótelið verður jafnframt opnað á ný eftir gagngerar endurbætur, sem hafa kostað tæplega milljarð króna.

Flugleiðahótel ehf. hafa staðið endurbótunum í samvinnu við húseigandann, Reiti. Um 70 manns hafa haft atvinnu af verkinu og segja Flugleiðahótel, að þessi byggingaframkvæmd sé í raun sú næst stærsta á Reykjavíkursvæðinu á þessu ári á eftir Hörpu. 

Fyrirtækið segir, að góðar og gildar skýringar séu á nafnabreytingunni  en rúmlega 90% hótelgesta séu erlendir ferðamenn og sala og markaðssetning fari í æ meiri mæli fram á netinu.

Flugleiðahótel munu opna nýtt hótel í Reykjavík í apríl 2012 undir nafninu  Reykjavík Marina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert