Bónus innkallar ís

Bónus.
Bónus. mbl.is/Golli

Bónus hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla Bónus Bragðarefsís. Sælgæti í ísnum, súkkulaðiperlur og smjörkrókant innihalda soja lesitín sem er ekki getið í innihaldslýsingu.

Sojaafurðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda og ber þar af leiðandi að tilgreina það í innihaldslýsingu. Efnin eru skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum.

Viðskiptavinir Bónus sem eiga umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum eru beðnir um að farga þeim eða skila til Bónus gegn endurgreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka