Góð stemning á hestamannamóti

Mótið var sett í dag.
Mótið var sett í dag.

„Það er bara rosa stemning hérna og við erum búin að vera ógurlega ánægð með veðrið. Það hefur verið hlýtt og 16 stiga hiti,“ segir Hilda Karen Garðarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsmóts hestamanna 2011 sem hófst í dag á Vindheimamelum í Skagafirði.

Mótið er nú haldið í 19. sinn en aldrei hafa jafnmörg hross verið skráð til keppni og að þessu sinni. Þannig eru í gæðingahluta mótsins skráð 473 hross. Í töltið og skeiðgreinarnar eru skráð 55 hross og í kynbótahlutann eru skráð 249 hross.

Þá er þátttaka mannfólksins ekki heldur af verri endanum. Að sögn Hildu hafa verið seldir um fjögur þúsund miðar á mótið og fjölmargir eru þegar mættir á staðinn eins og meðal annars má sjá á meðfylgjandi mynd sem tekin var nú síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert