Hefði átt að krefjast gæsluvarðhalds

Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að eðlilegt að krafist hefði verið gæsluvarðhalds yfir manni sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum í fyrra og hittifyrra. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Að auki eru grunur um að hann hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki. Grófustu brotin tók hann upp á myndband.

Gögnin í málinu, myndbönd af nauðgun mannsins, efni af netinu sem sýnir barnamisnotkun, auk framburða stúlknanna lá fyrir síðasta haust. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun.

Ólafur Helgi Kjartansson sagði í hádegisfréttum RÚV að það hefði verið mat hans að almannahagsmunir væru ekki í húfi þótt maðurinn gengi laus og ákvað að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir honum.

Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisafbrotadeildar ríkislögreglustjóra gagnrýnir Ólaf Helga og segir að nægir hagsmunir hefðu verið í málinu til að loka brotamanninn inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert