Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka

AP

Meirihluti landsmanna vill draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

Samtals eru 51% hlynnt því að umsóknin, sem send var í júlí árið 2009, verði dregin til baka á meðan 38,5% eru því andvíg. 10,5% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Spurt var: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“ Könnunin var gerð dagana 16. til 23. júní og var fjöldi svarenda 820.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert