300 umsóknir í gær

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara mbl.is/Árni Sæberg

Umsóknir um greiðsluaðlögun streymdu inn til embættis umboðsmanns skuldara í gær. Á miðnætti í gærkvöld rann frestur út til að sækja um úrræðið og komast sjálfkrafa í greiðsluskjól í kjölfarið. Heildarfjöldi umsókna í gær var 300. 

Í venjulegum mánuðum til þessa hafa umsóknir yfirleitt verið um 270. Heildarfjöldi umsókna í júní var 700.

Svanborg Sigmarsdóttir, sviðsstjóri kynningarsviðs umboðsmanns skuldara, segir að starfsmönnum hafi þótt nóvember árið 2010 vera annaríkur mánuður en þá bárust 360 umsóknir.

Nýir umsækjendur munu nú ekki komast beint í greiðsluskjól heldur verða þeir að bíða þar til umsóknir þeirra hafa verið afgreiddar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert