Hvalaskoðun getur truflað fæðuöflun

Vinsælt er meðal ferðamanna að bregða sér í hvalaskoðun en …
Vinsælt er meðal ferðamanna að bregða sér í hvalaskoðun en nýleg skýrsla bendir til að slíkt geti haft truflandi áhrif á fæðuöflun.

Í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Aberdeen segir að ýmislegt bendi til að hrefnur breyti sínu vanalega hegðunarmynstri í návist hvalaskoðunarbáta.

Bent er á að hrefnur stytta köfunartíma sinn umtalsvert í návist slíkra báta, að því er fram kemur í fréttaskýringu um rannsóknina í Morgunblaðinu í dag. Það er talið geta valdið röskun á fæðuöflun dýranna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert