Allir hafa hækkað eldsneytisverð

Orkan er með lægsta eldsneysisverðið en Atlantsolía og ÓB fylgja …
Orkan er með lægsta eldsneysisverðið en Atlantsolía og ÓB fylgja fast á eftir.

Sjálfsafgreiðslustöðvarnar hækkuðu eldsneytisverð í kvöld og fylgdu þar með í kjölfar stóru félaganna sem bjóða upp á þjónustu og hækkuðu eldsneytið í dag.

Ódýarst er að tanka á höfuðborgarsvæðinu hjá Orkunni en þar kostar líterinn af 95 oktana bensíni 237,1 og af dísilolíu 240,10. Atlantsolía fylgir fast á eftir en þar kostar líter af 95 oktana bensíni 237,2 og af dísilolíu 240,2 kr. 

Líterinn af bensíni kostar 237,4 hjá ÓB og líter af disilolíu 240,4 kr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert