Vilja ræsishólka í ána

mbl.is/Jónas Erlendsson

Fyrirtæki í ferðaþjónustu í  Skaftárhreppi segja neyðarástand skapist í ferðaþjónustunni ef ekki takist að koma á vegsambandi yfir Múlakvísl. Þeir hvetja til þess að ræsishólkar verði lagðir í farveg Múlakvíslar til bráðabirgða, ef það mætti verða til að flýta fyrir akfærum vegi.

  „Eftir allt sem yfir okkur, rekstaraðila ferðaþjónustu, hefur dunið undanfarið ár með tveimur eldgosum og nú síðast hlaupi í Múlakvísl, teljum við að þolmörkum okkar sé náð og setjum fram skýlausa kröfu um að unnið verði að lausn og að þjóðvegur nr 1 verði opnaður við fyrsta tækifæri,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Skaftárhreppi.Í yfirlýsingunni er einnig bent á þá lausn að bílar verði ferjaðir yfir Múlakvísl þangað til að bráðabirgðabrú verður opnuð. Fengin verði tæki sem henta til verksins þegar í stað. Svona ferjulausn yrði að vera opin allan sólarhringinn.Þá er hvatt til þess að Fjallabaksleið Nyrðri verði haldið við allan sólarhringinn með heflum sem yrðu staðsettir á svæðinu. Vinna þurfi að ræsisgerð og styrkingu eins og kostur er því vegurinn kemur ekki til með að þola þá umferð sem um hann þarf að fara að óbreyttu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert