Helmingur túna liggur nú undir kalskemmdum

Um helmingur túna í Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsýslu liggur …
Um helmingur túna í Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsýslu liggur undir kalskemmdum eftir veturinn. mbl.is/Guðrún Tryggvadóttir

„Þetta vor er það kaldasta sem ég hef séð, það komu meira að segja tveir snjóakaflar í maí. Það má því segja að eftir tíunda maí hafi hitinn iðulega verið nálægt núllinu.“

Þetta segir Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, í Morgunblaðinu í dag en þau hafa ekki farið varhluta af kaldri tíð fyrir norðan. Að undanförnu hafa bændur á staðnum þurft að búa við næturfrost.

„Það sást varla grænn litur á túnum fyrr en í lok júní, en vorið var okkur erfitt,“ segir hún og bætir við að um helmingur af túnunum, sem eru í þeirra eigu, liggi nú undir kalskemmdum.

Á bænum Svartárkoti eru um 450 kindur og 5 hestar, bærinn stendur innst í Bárðardal og syðst á Fljótsheiði í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert