Aukin hlýnun veldur breytingum í veiðivötnum landsins

Stofnstærð bleikju hefur minnkað á hlýindaskeiðum. Bleikjan á myndinni veiddist …
Stofnstærð bleikju hefur minnkað á hlýindaskeiðum. Bleikjan á myndinni veiddist í Fljótaá í Skagafirði. mbl.is/Golli

Hlýnun loftslags á undanförnum árum hefur haft áhrif á lífríki veiðivatna landsins, bæði stöðuvatna og straumvatna. Greinilegar breytingar hafa orðið á stofnstærð bleikju og hún víða látið undan.

Vitað er að stofnstærð bleikju hefur minnkað á fyrri hlýindaskeiðum. Laxinn kann hins vegar vel að meta hlýindin og eflist frekar við þau. Veiðimálastofnun fer fyrir norrænu rannsóknarverkefni, NORDCHAR, þar sem áhrif loftslagsbreytinga á ferskvatnsfiska, einkum bleikju, eru rannsökuð.

Í umfjöllun um hamskipti lífríkis og landslags í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nýjar tegundir hafi numið land. Þar megi nefna flatfiskinn flundru eða ósakola sem veiddist hér fyrst árið 1999 svo vitað sé.

Sæsteinsuga er heldur ógeðfelldur gestur. Sjómenn hafa veitt hana af og til en svo tók að bera á því fyrir um fimm árum að hún lagðist á laxfiska. Það er talið mögulegt að hún sé farin að hrygna hér.

Einn fylgifiskur aukinna hlýinda er sæsteinsugan sem farin er að …
Einn fylgifiskur aukinna hlýinda er sæsteinsugan sem farin er að leggjast á laxfiska. mbl.is//Guðbrandur
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert