Laxveiði langt undir meðaltali

Veitt í Elliðaánum
Veitt í Elliðaánum mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Laxveiði er heldur að glæðast en í gærkvöldi voru 4.965 laxar komnir á land. Þetta er langt undir meðaltali síðustu þriggja ára, sem er 7.996 fiskar. Veiðin er afar misjöfn eftir landssvæðum en á Norðausturlandi er hún mun betri en oft áður. Þetta kemur fram á vef Landsambands veiðifélaga.

Ef litið er lengra aftur í tímann, eða á tvö næstu ár þar á undan, 2006 og 2007, er meðaltalið aðeins 3.475 laxar.  Það voru ekki slæm veiðisumur.  Þannig að enginn skyldi örvænta enn, segir í frétt á vef LV.

Ef litið er á einstakar veiðiár sést að flestir laxar hafa komið á land í Norðurá í sumar eða 810 talsins. Þar er veitt á 14 stangir. Í öðru sæti er Blanda með 569 laxa á 16 stangir og Þverá Kjarrá er í því þriðja með 466 laxa á fjórtán stangir. Aftur á móti er einungis veitt á fimm stangir í Selá og þar hafa komið 323 laxar á land í sumar og 317 laxar á fjórar stangir í Elliðaánum. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert