Kallaður á fund velferðarráðuneytisins í dag

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson. mbl.is/Ómar

Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður kallaður til fundar í velferðarráðuneytinu í dag vegna ummæla sinna í Morgunblaðinu á laugardag. Þar sagði hann meðal annars að heilbrigðisþjónustan á Íslandi væri að hruni komin.

Að sögn Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, verður Lúðvík beðinn að gera grein fyrir sínu máli. „Starfsfólk ráðuneytisins mun fara yfir þessi mál [í dag],“ sagði Guðbjartur, sem mun ekki verða viðstaddur fundinn vegna sumarleyfis.

Lúðvík segir það hluta af stóra vandamáli heilsugæslunnar að við séum með fólk sem fær að taka ákvarðanir án þess að hafa til þess þekkingu og reynslu. Hann metur það sem svo að best sé að hafa fólk sem þekkingu hefur á heilbrigðismálum í æðstu stöðum heilbrigðisgeirans.

Spurður út í ummæli Lúðvíks sagði Guðbjartur að hann vildi engu svara til um þessi mál fyrr en búið væri að fara vel yfir þau.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert