Þjóðin hefði ekki fengið að kjósa um Icesave

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Eggert Jóhannesson

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist í pistli á vefsvæði sínu hafa efasemdir um tillögu stjórnlagaráðs að auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna. Íslenska þjóðin hefði ekki fengið að kjósa um Icesave hefði slíkt ákvæði verið virkt á sínum tíma.

Ráðherrann tekur fram að honum finnist mikið fagnaðarefni að stjórnlagaráð segist hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðslu verði gefið aukið vægi í nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. „En nú sækja efasemdir á hugann. Svo er nefnilega að skilja að samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs megi  þjóðin ekki ráða því sjálf hvað hún greiðir atkvæði um.“

Ögmundur bendir á að samkvæmt tillögum ráðsins megi ekki greiða atkvæði um málefni sem tengjast skattamálefnum eða þjóðréttarskuldbindingum. „Hvers vegna ekki? Var rangt að greiða atkvæði um Icesave?“

Þá veltir hann fyrir sér hvort það yrði stjórnarskrárbrot að greiða atkvæði um inngöngu þjóðarinnar í Evrópusambandið, nái tillögur stjórnlagaráðs fram að ganga.

Vefsvæði innanríkisráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert