Ræstu fram en lítill áhugi á að moka ofan í

Votlendi ræst fram.
Votlendi ræst fram. mbl.is/RAX

Ríkið hefur lagt afar litla fjármuni til að endurheimta megi eitthvað af því gríðarmikla votlendi sem var ræst fram á liðnum áratugum en framræsla var ríkisstyrkt allt til ársins 1987.

Nú hefur eitthvað rofað til því álverið í Straumsvík hefur lagt fram 40 milljónir til að endurheimta votlendi en með því móti vegur það á móti útblæstri. Einn þeirra sem bjóða fram skurði til að moka ofan í og endurheimta votlendi er bóndinn á Ytra-Lóni á Langanesi en hann segir að umræddir skurðir hafi aldrei verið til gagns.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hlynur Óskarsson, vistfræðingur og stjórnarformaður Votlendissetursins, að ávinningurinn af því að endurheimta votlendi sé margvíslegur, m.a. fyrir fuglalíf og við bindingu kolefnis. Þá hafi frjósemi framræstra mýra sums staðar hrunið enda skolist næringarefnin út. Einn helsti kosturinn sé að votlendi bæti mjög vatnafar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert