Útför Sævars Ciesielski í dag

Sævar Ciesielski.
Sævar Ciesielski.

Útför Sævars Ciesielski fer fram í Dómkirkjunni klukkan 13:00 í dag. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, annast útförina.

Sævar lést í Kaupmannahöfn þann 12. júlí síðastliðinn. Hann var einn sakborninga í Geirfinnsmálinu svokallaða og barðist lengi fyrir endurupptöku málsins.

Sævar var 56 ára gamall.

Hafþór Sævarsson, sonur Sævars, segir að fjölmargir hafi haft samband við hann og aðra aðstandendur Sævars undanfarna daga og lýst yfir samúð sinni og hluttekningu. 

Sævar lætur eftir sig fimm börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert