Gleðin við völd í Aratungu

Keppt var í glímu í Aratungu í dag
Keppt var í glímu í Aratungu í dag mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Fimmtíu ára afmæli Aratungu í Bláskógarbyggð var fagnað í dag í fögru veðri.

Margt var sér til gamans gert. Meðal annars kepptu níu vélgröfumenn í þríþraut. Að skera agúrkur í sem flestar sneiðar á ákveðnum tíma, mála tölustafina 50 á spjald með gröfunni og að setja körfubolta ofan í körfuna.

Keppt var í agúrkuáti og sjá mátti glæsileg glímutök í keppni á milli Bláskógarbyggðar og Reykjavíkur sem endaði með sigri þeirra fyrrnefndu.

Þrjár myndlistasýningar eru nú í Reykholtshverfinu. Meðal annars hefur Sigurlína Kristinsdóttir verið með vinnustofu og sýningu á hestamyndum sínum í hesthúsi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert