Hækkar vaxtatekjur erlendra fjármagnseigenda

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.

Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni í dag að vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í morgun þýði að vaxtatekjur erlendra fjármagnseigenda hækki. Þegar það gerist hafi þeir meira fjármagn til þess að taka út úr íslenska hagkerfinu þegar gengi krónunnar lækki.

„Lægra gengi leiðir til verðlagshækkana og aukinnar verðbólgu. Auk þess virðast fyrirtæki á innanlandsmarkaði fleyta öllum hækkunum eins og vaxtahækkunum út í verðlagið. Þess vegna er vaxtahækkunin óráð!“ segir Lilja.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert