Meiri áhersla á bankana

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Meirihluti svarenda í nýrri könnun MMR telur að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Um þriðjungur telur að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.

Rétt um 12% eru sammála um að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings.

Í könnuninni kom fram að 67,1% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög sammála um að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þetta er lítil breyting frá því fyrir ári þegar 70,8% sögðust sömu skoðunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert