Síðasti bankinn hverfur af Laugaveginum

Landsbankinn hættir starfsemi við Laugaveg um áramótin.
Landsbankinn hættir starfsemi við Laugaveg um áramótin. mbl.is/Eggert

Brátt hverfur síðasta bankaútibúið af Laugaveginum þegar Landsbankinn flytur útibú sitt frá Laugavegi 77 í Borgartún 33. Bankinn lét byggja húsið árið 1961 og hefur verið með starfsemi þar síðan.

Útibúið á Laugavegi 77 hefur í nokkurn tíma verið stærsta útibú bankans en fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki eru með viðskipti þar.

Fyrr á árum voru fjölmörg bankaútibú á Laugavegi og í Bankastræti. Því má segja að brotthvarf Landsbankans marki tímamót í sögu miðbæjarins. Nýja útibúið í Borgartúni tekur til starfa eftir áramót þegar Laugavegsútibú og útibúið í Holtagörðum sameinast að fullu.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að breyttir viðskiptahættir og hagræðing séu aðalástæða breytinganna en stærstur hluti þjónustu bankans við viðskiptavini fer nú fram í gegnum tölvu eða síma.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert