Vélin fer í loftið kl. 23

Iceland Express hefur tekið farþegaflugvél á leigu í Madrid á Spáni sem fer til Alicante til að fljúga til Íslands með farþega sem ekki komust þaðan í gærkvöldi. Flugvélin er væntanleg til Alicante kl. 22:00 að staðartíma og er áætlað að hún leggi af stað til Íslands kl. 23:00.

Væntanlegur komutími flugvélarinnar til Keflavíkur er kl. 01:40 aðfaranótt laugardagsins 20. ágúst.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir að vera komnir á Alicanteflugvöll kl. 21:00 að staðartíma og hafa meðferðis útgefna farseðla fyrir flugið í gærkvöldi.

Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir að þessi flugvél sé heldur minni en vélin sem bilaði og því hafi verið gripið til þess ráðs að semja við nokkra farþega um að bíða, en þeir muni koma til landsins með annarri vél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert