Yrðu á framfæri sveitarfélaga

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Eftir því sem lengra líður á þetta tímabil styttist í þann tíma að stórir hópar einstaklinga sem hafa verið án vinnu í lengri tíma færist yfir á sveitarfélögin með tilheyrandi þunga og kostnaði, þegar framlengd réttindi þeirra renna út,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og á við skeið viðvarandi langtímaatvinnuleysis á Íslandi.

Sigurður kveðst sjaldan eða aldrei hafa horft fram á jafn langvarandi atvinnuþref og bendir á að hlutfall atvinnulausra félagsmanna í Eflingu, sem hafa verið án vinnu í ár eða lengur, nálgist nú 60%.

Dylur atvinnuleysið

Eins og rakið er í Morgunblaðinu í dag eru alls 4.554 einstaklingar skráðir atvinnulausir í eitt ár eða lengur hjá Vinnumálastofnun og hefur þeim fjölgað síðan í fyrrasumar.

Stjórnvöld benda á að atvinnuleysi sé á niðurleið. Staðreyndin er hins vegar sú að ef ekki hefði komið til brottflutningur íslenskra og erlendra ríkisborgara og góð þátttaka í verkefninu Vinnandi vegur væri útlit fyrir hátt í 10% atvinnuleysi í desember nk., samkvæmt forsendum sem raktar eru í blaðinu í dag.

Formaður Verslunarmannafélags Suðurlands segir starfsmenn skuldsettra fyrirtækja óttast að gripið verði til uppsagna í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert