Búa of langt frá skólanum til að fá frítt

Sunneva Halldórsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Urður Egilsdóttir
Sunneva Halldórsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Urður Egilsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Vinkonurnar Sunneva Halldórsdóttir og Urður Egilsdóttir þurfa að taka strætó til og frá skóla á hverjum degi. Grunnskólanemendur sem búa í tiltekinni fjarlægð frá sínum hverfisskóla fá ókeypis strætómiða sem Reykjavíkurborg greiðir fyrir. En þar sem Sunneva og Urður búa utan síns skólahverfis fá þær ekki ókeypis strætómiða eins og nemendur sem búa innan hverfisins. Samkvæmt upplýsingum frá menntasviði Reykjavíkur eru nemendum aðeins tryggð tiltekin réttindi miðað við hverfisskóla og það sé þeirra val að fara í aðra skóla.

Miðast við skólahverfi

Samkvæmt reglum borgarinnar er aðeins miðað við skólahverfi viðkomandi nemanda. Nemendur í 1. til 5. bekk eiga rétt á skólaakstri eða strætómiðum ef þeir búa 1,5 km frá sínum hverfisskóla. Sama gildir um nemendur í 6. til 10. bekk ef þeir búa í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá hverfisskólanum. Samkvæmt reglunum fá nemendur sem búa í öðrum hverfum ekki ókeypis strætómiða.

Þær Sunneva og Urður stunduðu báðar nám í Ártúnsskóla í Árbæjarhverfi en hann nær aðeins upp í 7. bekk. Eftir 7. bekk fara nær allir nemendur Ártúnsskóla í unglingadeild Árbæjarskóla þar sem þeir ljúka sinni grunnskólagöngu. Því lá beint við að Sunneva og Urður fylgdu bekkjarsystkinum sínum í Árbæjarskóla þrátt fyrir að það sé ekki formlega þeirra hverfisskóli.

Sunneva býr í Grafarholti og þar er Sæmundarskóli hennar hverfisskóli. Hún hóf nám í Ártúnsskóla í byrjun 7. bekkjar en ákveðnar aðstæður gerðu það að verkum að hún gat ekki haldið áfram námi við Sæmundarskóla. Urður var í Ártúnsskóla frá 1. og upp í 7. bekk. Hún bjó lengst af í Árbæ en er nýlega flutt í Norðlingaholt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert