Lögreglan með átak

Handfrjáls búnaður við akstur
Handfrjáls búnaður við akstur mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Lögregla hefur síðustu misseri sett sér þemaverkefni í hverjum mánuði þar sem athyglinni er beint að brotum í umferð sem hafa verið áberandi eða sérstök ástæða þótt til að sinna vegna hættu sem þau skapa. Næstu vikur verður fylgst með farsímanotkun ökumanna, stefnuljósanotkun og hrað- og svigakstri ökumanna í þéttri umferð.

Lögregla mun fylgjast sérstaklega með ofangreindum brotum næstu vikurnar. Til þess mun hún styðjast við hefðbundið, sýnilegt umferðareftirlit en einnig nota ómerktar lögreglubifreiðar til þess. Vonar lögregla að vitneskja ökumanna um notkun ómerktra lögreglubifreiða við umferðareftirlit letji þá til brota sem ekki láta segjast að öðrum kosti, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert