beinni útsendingu á mbl.is og Skjá einum. Safnað er fyrir hjartaómskoðunartæki fyrir Barnaspítala Hringsins og fer söfnunin fram í þjónustuveri JÁ þar sem landsþekktir einstaklingar svara í símanúmerinu 595-6000.">

Safnað í beinni útsendingu

Lokahnykkur átaksins Á allra vörum er í kvöld í beinni útsendingu á mbl.is og Skjá einum. Söfnunin fer fram í þjónustuveri JÁ þar sem landsþekktir einstaklingar svara í símanúmerinu 595-6000.

Þeir sem vilja styrka átakið geta einnig hringt í númerin 903-1000, 903-3000 og 903-5000 nú þegar og fram yfir helgi.

Útsendingin stendur yfir frá klukkan 21 til 24 og er undir stjórn Maríönnu Friðjónsdóttur. Ýmsir landsþekktir listamenn taka lagið og gleðja áhorfendur. Inga Lind Karlsdóttir og Óskar Jónasson eru kynnar í þættinum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert