Bretar leggja Líbíumönnum lið

Uppreisnarmenn í Líbíu.
Uppreisnarmenn í Líbíu. Reuters

Bresk stjórnvöld munu kosta lyf og þjónustu skurðlækna til að aðstoða um 5.000 manns sem hafa særst í átökunum í Líbíu. Þá munu þau tryggja mat og nauðsynjavörur fyrir allt að 690.000 manns eða um tíunda hluta þjóðarinnar, að því er fram kom á vef breska dagblaðsins Independent.

Fram kemur á vef blaðsins að alþjóðadeild Rauða krossins muni veita þjónustuna með fjárhagslegri aðstoð breskra stjórnvalda.

Steven Anderson, talsmaður Rauða krossins, segir þörfina mikla. Að óbreyttu stefni í að krabbameinslyf og lyf fyrir nýrnaveika muni klárast.

Því sé brýnt að koma lyfjum til almennings hið fyrsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert