Fagnar áhuga lífeyrissjóða

Þyrla Landhelgisgæslunnar vekur athygli.
Þyrla Landhelgisgæslunnar vekur athygli. mbl.is/GSH

„Það er afskaplega mikill misskilningur ef einhver heldur að við séum að draga lappirnar í þessum efnum. Mér væri það mikið fagnaðarefni ef lífeyrissjóðirnir tækju þátt.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag um hugsanlega aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna kom fram með þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu þyrlukaup og hafa undirtektir verið jákvæðar, meðal annars hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum og Gildi. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sagði hins vegar í Morgunblaðinu í gær að tregða væri gagnvart þessum möguleika í innanríkisráðuneytinu og hjá Ögmundi Jónassyni ráðherra.

„Ef lífeyrissjóðirnir kæmu með hagstætt tilboð yrði það stórkostlegur ávinningur fyrir þjóðina og ég myndi fagna því mjög,“ segir Ögmundur og bætir því við að þá myndi leigan verða greidd til lánveitenda hér á landi en ekki með erlendum gjaldeyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert