Allt að 23 aðstoðarmenn

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Hjörtur

Breytingar sem meirihluti allsherjarnefndar Alþingis vill gera á lögum um stjórnarráðið fela í sér að aðstoðarmenn ráðherra geta mest orðið 23. Þeir eru 10 í dag, en auk þess eru nokkrir ráðherrar með sérstaka ráðgjafa.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir þessa breytingu, en Álfheiður Ingadóttir, varaformaður allsherjarnefndar, segir þörf á að styrkja pólitíska stefnumörkun ráðherra.

Lagt er til að hver ráðherra geti ráðið til sín tvo aðstoðarmenn, en ríkisstjórnin geti ráðið þrjá til viðbótar ef þörf krefur. Með þessu sé hægt að bregðast við auknu álagi í einstökum ráðuneytum.

Álfheiður segir að meirihluti nefndarinnar hafi talið rétt að styrkja pólitíska stefnumörkun í ráðuneytunum. Hún segir að það hafi verið lítil festa í kringum þessi mál í gegnum árin. Oft hafi verið gagnrýnt að ráðherrar væru með aðstoðarmenn og ráðgjafa til viðbótar. Í BA-ritgerð í stjórnmálafræði frá 2009 kemur fram að aðstoðarmenn eða ráðgjafar ráðherra hafa lengst af verið 12, en voru flestir 17 á árunum 1999-2003.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert