Bitnar á skjólstæðingum félagsþjónustunnar

Ráðhúsið
Ráðhúsið mbl.is / Hjörtur

Flestir félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg starfa í þjónustumiðstöðvum borgarinnar og hjá barnavernd Reykjavíkur. Komi til verkfalls þeirra 26. þessa mánaðar fellur niður öll félagsleg ráðgjöf og borgin mun ekki geta greitt fjárhagslega aðstoð til skjólstæðinga sinna nema að litlu leyti, að sögn talsmanns þeirra.

Bryndís Ósk Gestsdóttir, talsmaður félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg, segir að í hverri viku leiti margir til félagsráðgjafa í fyrsta skipti. Verkfall muni meðal annars bitna á þessu fólki.

Félagsráðgjafar vilja fá launahækkun en Bryndís segir erfitt að gera kjarasamninga fyrr en vitað hvað komi út úr endurskoðun á starfsmati sem þrír hópar hafi óskað eftir. Hins vegar hafi sú vinna dregist. Vonast hafi verið eftir svörum í þessari viku en nú hafi verið tilkynnt að næsti fundur í starfsmatsnefndinni verði ekki fyrr en eftir tvær vikur.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg og hjá ríkinu hafa þegar samið við sína viðsemjendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert