Pólitískum fulltrúum fjölgað á krepputímum

Borgarfulltrúar gætu orðið 31 skv. nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Borgarfulltrúar gætu orðið 31 skv. nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Ómar

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til sveitarstjórnarlaga er gert ráð fyrir lögbundnum fjölda aðalmanna líkt og í núgildandi lögum en viðmiðið hefur verið hækkað. Sveitarfélög með yfir 100.000 íbúa þurfa samkvæmt frumvarpinu að hafa minnst 23 aðalmenn og mest 31. Þar með þarf Reykjavíkurborg að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í minnst 23.

„Borgarstjórn Reykjavíkur er einn fárra pósta hjá hinu opinbera, sem ekki hefur vaxið von úr viti síðustu áratugi, þar hefur fjöldi fulltrúa haldist nærri óbreyttur í 100 ár,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma hafa þingmenn fjölgað sjálfum sér við hverja stjórnarskrárbreytingu og nú ætla þeir að neyða 50% stækkun borgarstjórnar upp á Reykvíkinga þegar blasir við aukinn sparnaður og aðhald í stjórnkerfi borgarinnar. Það er mikið nær að færa ákvörðunarvaldið um þessi mál nær fólki til sveitarfélaga,“ segir Kjartan og bætir því við að hlutfall kjósenda á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík sé 7.900 en í Stokkhólmi séu 8.200, Kaupmannahöfn 10.700 og í Osló séu 9.500 kjósendur á bak við hvern borgarfulltrúa.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir breytinguna fólgna í því að auka lýðræði með því að samræmi sé í því hversu margir fulltrúar eru í forsvari fyrir hvern íbúa á öllu landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert