Segir Steingrími „skítsama“ um afleiðingarnar

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson mbl.is

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni í morgun að það komi ekki á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hafi sagt ósatt um málefni álversins í Helguvík á Alþingi og við aðila á Suðurnesjum. Tilefnið eru umfjallanir Morgunblaðsins um aðkomu Steingríms að málefnum HS Orku og álversins.

„Það þykir ekki einu sinni fréttnæmt hjá flestum fjölmiðlum. Það kristallast hér að þetta fólk svífst einskis til að koma höggi á nýframkvæmdir í orkufrekum iðnaði. SJS [Steingrími J. Sigfússyni] er skítsama um afleiðingar þess fyrir almenning í landinu,“ segir Jón ennfremur.

Facebook-síða Jóns Gunnarssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert