Fréttaskýring: Álver á Bakka komið út af kortinu?

Tölvugerð mynd sem sýnir fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við ...
Tölvugerð mynd sem sýnir fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við Húsavík

Fullkomin óvissa ríkir nú um hvort álver Alcoa muni rísa á Bakka við Húsavík. Í öllu falli er afar ólíklegt að það fari í gang á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar. Hver aðili bendir á annan, þegar rætt er um hvað veldur töfum á verkefninu, og heimamenn eru vonsviknir yfir þeirri stöðu sem upp er komin vegna álversins.

Þannig telja forráðamenn sveitarfélagsins Norðurþings að stefnubreyting hafi orðið hjá stjórnvöldum og enginn alvöruvilji sé til þess að fá Alcoa á Bakka. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafnar þessu hins vegar alfarið. Engin stefnubreyting hafi orðið en stjórnvöld haldi ekki með neinu fyrirtæki umfram annað. Verið sé að keppa um orkuna á svæðinu og Alcoa þurfi að taka þátt í því á sama grundvelli og önnur.

Fram kom í viljayfirlýsingu frá Alcoa í fyrradag að fyrirtækið muni nú meta hvaða áhrif það hefur á mögulega fjárfestingu á Bakka að stjórnvöld og Landsvirkjun hafi að undanförnu leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers. Nýjustu fregnir hermi að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Kom yfirlýsingin í kjölfar þeirra ummæla iðnaðarráðherra á þriðjudag að Alcoa myndi ekki taka ákvörðun um álver á Bakka á næstu árum. Því væri mikilvægt að leita annarra tækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu.

Hefur kostað 16-17 milljarða

„Ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, spurður hvort heimamenn líti svo á að stjórnvöld hafi engan áhuga lengur á að fá álver Alcoa á Bakka.

„Við erum að sjálfsögðu miður okkar yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Við erum búin að vinna að þessu verkefni í fimm ár og enginn smáræðis tími og orka farið í þetta,“ segir Bergur og bendir jafnframt á að unnið hafi verið að Alcoa-verkefninu frá upphafi í samstarfi við stjórnvöld, m.a. með viljayfirlýsingum sem stjórnvöld hafa átt aðild að. Sé það raunin að engin alvara hafi staðið þar á bak við, „þá þykir okkur miður að hafa verið sendir af stað í þetta ferðalag“.

Bergir segir fyrstu hindrunina hafa verið þegar verkefnið var sett í sameiginlegt umhverfismat árið 2008, sem tók tvö og hálft ár en ekki einhverja tíu daga eins og fyrst hafi verið talað um.

„Þetta hefur kostað sveitarfélagið Norðurþing ómælda fjármuni sem íbúar mínir þurfa að bera,“ segir Bergur en talið er að samanlagður kostnaður við undirbúning álvers og orkurannsóknir í Þingeyjarsýslu undanfarin ár sé kominn í 16-17 milljarða króna.

„Alcoa þarf að fara að svara“

Katrín Júlíusdóttir segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa sagt neitt annað sl. þriðjudag en fram hafi komið í máli forráðamanna Alcoa haustið 2008, þegar ný viljayfirlýsing um Bakka var gerð, þ.e. að það stæði ekki til að taka ákvörðun um uppbyggingu á Bakka á næstu árum. Þess vegna hafi ferlið á Bakka verið opnað og þar hafi Alcoa haft forskot á önnur fyrirtæki.

„Það þýðir ekkert að benda á okkur í þessu sambandi. Fyrirtækið þarf að fara að svara spurningum sjálft um hvort það ætlar að fara í þessa uppbyggingu eða ekki, það þýðir ekki alltaf að benda á okkur. Ef alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa getur ekki staðið í samkeppni við minni fyrirtæki um að nýta orku á svæðinu þá veit ég ekki hvað skal segja,“ segir Katrín.

Hún segist hafa átt fund með yfirmönnum Alcoa í sumar og ekki hafi verið á þeim að heyra að þeir hefðu verið í virkum viðræðum við Landsvirkjun undanfarin misseri um uppbyggingu á Bakka.

Hún segir enga stefnubreytingu hafa orðið hjá stjórnvöldum núna síðustu dagana. „Ef einhver stefnubreyting hefur orðið þá er það helst sú að nú eru menn farnir að tala um hærra verð á orku en áður, af því að það eru aðilar tilbúnir til þess. Sú stefnubreyting kom fram fyrir meira en einu og hálfu ári hjá Landsvirkjun,“ segir Katrín, sem telur það heldur ekki sanngjarnt hjá forráðamönnum Norðurþings að segja stjórnvöld ekki hafa unnið af fullri alvöru við uppbyggingu álvers á Bakka.

„Ég hef stutt þetta verkefni frá fyrstu tíð og geri enn. Ég styð stórfellda uppbyggingu á Bakka en held ekki með einu fyrirtæki umfram önnur. Menn eru að keppa þarna á jafningjagrundvelli og Alcoa á vel að vera í stakk búið til þess að keppa við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á þessu svæði, ef þeir hafa raunverulegan áhuga,“ segir Katrín.

Kísilmálmur og metanól

Nokkrir aðrir aðilar en Alcoa hafa viljað fjárfesta í stóriðju á Norðausturlandi og sett sig í samband við Landsvirkjun um mögulega orkuöflun. Allir þeir kostir þurfa mun minni orku en álver Alcoa.

Nýverið ræddi bæjarstjórn Norðurþings um samstarfsyfirlýsingu við þýska fyrirtækið PCC um byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka. Einnig hefur fyrirtækið Thorsil sótt um lóð á svæðinu undir sambærilega starfsemi í kísiliðnaði en það er á vegum íslenskra og kanadískra aðila. Þá hefur fyrirtækið Carbon Recycling International, sem er í eigu íslenskra og bandarískra aðila, uppi áform um metanólverksmiðju við Kröflu. Finnska fyrirtækið Kemira hefur sent inn fyrirspurn um matsskyldu vegna mögulegrar natríumklórat-verksmiðju á Bakka.

Bergur Elías Ágústsson segir sveitarfélagið skoða alla áhugaverða kosti en ekkert þessara verkefna sé fast í hendi. Eftir sé t.d. að fara í gegnum matsferli og leyfisveitingar.

Enginn vilji hjá stjórn-völdum

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segist taka undir með heimamönnum í Norðurþingi að aldrei hafi verið fullur vilji til þess hjá núverandi ríkisstjórn að álver Alcoa risi á Bakka. Það sé rangt hjá iðnaðarráðherra að bera áhugaleysi Alcoa á uppbyggingu álvers fyrir sig og það hafi verið ástæða þess að stjórnvöld fóru að leita annarra leiða. „Þetta er tilraun til að færa andstöðu íslenskra stjórnvalda við uppbyggingu álvers á Bakka yfir á fyrirtækið sjálft sem alla tíð hefur sýnt þessu áhuga,“ segir Kristján og telur andstöðuna hafa verið eindregna allan tímann innan VG og sums staðar innan Samfylkingarinnar. „Ég leyfi mér að fullyrða að hluti af stjórnarmyndun Samfylkingar og Vinstri grænna hafi verið sá að koma í veg fyrir uppbyggingu álvers á Bakka. Það er óþarfi hjá stjórnvöldum að koma ábyrgðinni á því á alla aðra en sjálf sig.“

„Allir eru að bíða eftir öllum hinum“

„Þetta er orðið dálítið eins og með Helguvík, það eru allir að bíða eftir öllum hinum,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, um þá stöðu sem virðist vera komin upp um álver Alcoa á Bakka. Hann segir stjórnvöld aldrei hafa haft þá stefnu uppi að útiloka Alcoa frá Bakka umfram önnur fyrirtæki. Það sé hins vegar slæmt hve uppbygging fjárfestingarverkefna á Norðausturlandi hafi tafist lengi. Kristján segist aldrei hafa verið hræddur við uppbyggingu álvers á Bakka af ákveðinni stærð.

„Það sem hryggir mig er sú vitneskja að álfyrirtæki vilja ekki byggja minna álver en 360 þúsund tonn. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér að við séum að fara að byggja slíkt álver þarna á næstunni, ef fyrirtækin vilja enga aðra stærð. Svona álver þarf allt að 600 megavött og þar sem við erum rétt að byrja orkuvinnslu þarna þá segja mér sérfræðingar að það geti tekið 10 til 20 ár að afla 600 megavatta á þessu svæði,“ segir Kristján.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...