Fréttaskýring: Álver á Bakka komið út af kortinu?

Tölvugerð mynd sem sýnir fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við ...
Tölvugerð mynd sem sýnir fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við Húsavík

Fullkomin óvissa ríkir nú um hvort álver Alcoa muni rísa á Bakka við Húsavík. Í öllu falli er afar ólíklegt að það fari í gang á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar. Hver aðili bendir á annan, þegar rætt er um hvað veldur töfum á verkefninu, og heimamenn eru vonsviknir yfir þeirri stöðu sem upp er komin vegna álversins.

Þannig telja forráðamenn sveitarfélagsins Norðurþings að stefnubreyting hafi orðið hjá stjórnvöldum og enginn alvöruvilji sé til þess að fá Alcoa á Bakka. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafnar þessu hins vegar alfarið. Engin stefnubreyting hafi orðið en stjórnvöld haldi ekki með neinu fyrirtæki umfram annað. Verið sé að keppa um orkuna á svæðinu og Alcoa þurfi að taka þátt í því á sama grundvelli og önnur.

Fram kom í viljayfirlýsingu frá Alcoa í fyrradag að fyrirtækið muni nú meta hvaða áhrif það hefur á mögulega fjárfestingu á Bakka að stjórnvöld og Landsvirkjun hafi að undanförnu leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers. Nýjustu fregnir hermi að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Kom yfirlýsingin í kjölfar þeirra ummæla iðnaðarráðherra á þriðjudag að Alcoa myndi ekki taka ákvörðun um álver á Bakka á næstu árum. Því væri mikilvægt að leita annarra tækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu.

Hefur kostað 16-17 milljarða

„Ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, spurður hvort heimamenn líti svo á að stjórnvöld hafi engan áhuga lengur á að fá álver Alcoa á Bakka.

„Við erum að sjálfsögðu miður okkar yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Við erum búin að vinna að þessu verkefni í fimm ár og enginn smáræðis tími og orka farið í þetta,“ segir Bergur og bendir jafnframt á að unnið hafi verið að Alcoa-verkefninu frá upphafi í samstarfi við stjórnvöld, m.a. með viljayfirlýsingum sem stjórnvöld hafa átt aðild að. Sé það raunin að engin alvara hafi staðið þar á bak við, „þá þykir okkur miður að hafa verið sendir af stað í þetta ferðalag“.

Bergir segir fyrstu hindrunina hafa verið þegar verkefnið var sett í sameiginlegt umhverfismat árið 2008, sem tók tvö og hálft ár en ekki einhverja tíu daga eins og fyrst hafi verið talað um.

„Þetta hefur kostað sveitarfélagið Norðurþing ómælda fjármuni sem íbúar mínir þurfa að bera,“ segir Bergur en talið er að samanlagður kostnaður við undirbúning álvers og orkurannsóknir í Þingeyjarsýslu undanfarin ár sé kominn í 16-17 milljarða króna.

„Alcoa þarf að fara að svara“

Katrín Júlíusdóttir segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa sagt neitt annað sl. þriðjudag en fram hafi komið í máli forráðamanna Alcoa haustið 2008, þegar ný viljayfirlýsing um Bakka var gerð, þ.e. að það stæði ekki til að taka ákvörðun um uppbyggingu á Bakka á næstu árum. Þess vegna hafi ferlið á Bakka verið opnað og þar hafi Alcoa haft forskot á önnur fyrirtæki.

„Það þýðir ekkert að benda á okkur í þessu sambandi. Fyrirtækið þarf að fara að svara spurningum sjálft um hvort það ætlar að fara í þessa uppbyggingu eða ekki, það þýðir ekki alltaf að benda á okkur. Ef alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa getur ekki staðið í samkeppni við minni fyrirtæki um að nýta orku á svæðinu þá veit ég ekki hvað skal segja,“ segir Katrín.

Hún segist hafa átt fund með yfirmönnum Alcoa í sumar og ekki hafi verið á þeim að heyra að þeir hefðu verið í virkum viðræðum við Landsvirkjun undanfarin misseri um uppbyggingu á Bakka.

Hún segir enga stefnubreytingu hafa orðið hjá stjórnvöldum núna síðustu dagana. „Ef einhver stefnubreyting hefur orðið þá er það helst sú að nú eru menn farnir að tala um hærra verð á orku en áður, af því að það eru aðilar tilbúnir til þess. Sú stefnubreyting kom fram fyrir meira en einu og hálfu ári hjá Landsvirkjun,“ segir Katrín, sem telur það heldur ekki sanngjarnt hjá forráðamönnum Norðurþings að segja stjórnvöld ekki hafa unnið af fullri alvöru við uppbyggingu álvers á Bakka.

„Ég hef stutt þetta verkefni frá fyrstu tíð og geri enn. Ég styð stórfellda uppbyggingu á Bakka en held ekki með einu fyrirtæki umfram önnur. Menn eru að keppa þarna á jafningjagrundvelli og Alcoa á vel að vera í stakk búið til þess að keppa við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á þessu svæði, ef þeir hafa raunverulegan áhuga,“ segir Katrín.

Kísilmálmur og metanól

Nokkrir aðrir aðilar en Alcoa hafa viljað fjárfesta í stóriðju á Norðausturlandi og sett sig í samband við Landsvirkjun um mögulega orkuöflun. Allir þeir kostir þurfa mun minni orku en álver Alcoa.

Nýverið ræddi bæjarstjórn Norðurþings um samstarfsyfirlýsingu við þýska fyrirtækið PCC um byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka. Einnig hefur fyrirtækið Thorsil sótt um lóð á svæðinu undir sambærilega starfsemi í kísiliðnaði en það er á vegum íslenskra og kanadískra aðila. Þá hefur fyrirtækið Carbon Recycling International, sem er í eigu íslenskra og bandarískra aðila, uppi áform um metanólverksmiðju við Kröflu. Finnska fyrirtækið Kemira hefur sent inn fyrirspurn um matsskyldu vegna mögulegrar natríumklórat-verksmiðju á Bakka.

Bergur Elías Ágústsson segir sveitarfélagið skoða alla áhugaverða kosti en ekkert þessara verkefna sé fast í hendi. Eftir sé t.d. að fara í gegnum matsferli og leyfisveitingar.

Enginn vilji hjá stjórn-völdum

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segist taka undir með heimamönnum í Norðurþingi að aldrei hafi verið fullur vilji til þess hjá núverandi ríkisstjórn að álver Alcoa risi á Bakka. Það sé rangt hjá iðnaðarráðherra að bera áhugaleysi Alcoa á uppbyggingu álvers fyrir sig og það hafi verið ástæða þess að stjórnvöld fóru að leita annarra leiða. „Þetta er tilraun til að færa andstöðu íslenskra stjórnvalda við uppbyggingu álvers á Bakka yfir á fyrirtækið sjálft sem alla tíð hefur sýnt þessu áhuga,“ segir Kristján og telur andstöðuna hafa verið eindregna allan tímann innan VG og sums staðar innan Samfylkingarinnar. „Ég leyfi mér að fullyrða að hluti af stjórnarmyndun Samfylkingar og Vinstri grænna hafi verið sá að koma í veg fyrir uppbyggingu álvers á Bakka. Það er óþarfi hjá stjórnvöldum að koma ábyrgðinni á því á alla aðra en sjálf sig.“

„Allir eru að bíða eftir öllum hinum“

„Þetta er orðið dálítið eins og með Helguvík, það eru allir að bíða eftir öllum hinum,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, um þá stöðu sem virðist vera komin upp um álver Alcoa á Bakka. Hann segir stjórnvöld aldrei hafa haft þá stefnu uppi að útiloka Alcoa frá Bakka umfram önnur fyrirtæki. Það sé hins vegar slæmt hve uppbygging fjárfestingarverkefna á Norðausturlandi hafi tafist lengi. Kristján segist aldrei hafa verið hræddur við uppbyggingu álvers á Bakka af ákveðinni stærð.

„Það sem hryggir mig er sú vitneskja að álfyrirtæki vilja ekki byggja minna álver en 360 þúsund tonn. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér að við séum að fara að byggja slíkt álver þarna á næstunni, ef fyrirtækin vilja enga aðra stærð. Svona álver þarf allt að 600 megavött og þar sem við erum rétt að byrja orkuvinnslu þarna þá segja mér sérfræðingar að það geti tekið 10 til 20 ár að afla 600 megavatta á þessu svæði,“ segir Kristján.

Bloggað um fréttina

Innlent »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Stillt upp hjá Sjálfstæðismönnum

14:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á ekki von á að prófkjör verði haldin til að ákvarða röðun á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Þess í stað verði stillt upp á lista. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...