Fréttaskýring: Álver á Bakka komið út af kortinu?

Tölvugerð mynd sem sýnir fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við ...
Tölvugerð mynd sem sýnir fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við Húsavík

Fullkomin óvissa ríkir nú um hvort álver Alcoa muni rísa á Bakka við Húsavík. Í öllu falli er afar ólíklegt að það fari í gang á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar. Hver aðili bendir á annan, þegar rætt er um hvað veldur töfum á verkefninu, og heimamenn eru vonsviknir yfir þeirri stöðu sem upp er komin vegna álversins.

Þannig telja forráðamenn sveitarfélagsins Norðurþings að stefnubreyting hafi orðið hjá stjórnvöldum og enginn alvöruvilji sé til þess að fá Alcoa á Bakka. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafnar þessu hins vegar alfarið. Engin stefnubreyting hafi orðið en stjórnvöld haldi ekki með neinu fyrirtæki umfram annað. Verið sé að keppa um orkuna á svæðinu og Alcoa þurfi að taka þátt í því á sama grundvelli og önnur.

Fram kom í viljayfirlýsingu frá Alcoa í fyrradag að fyrirtækið muni nú meta hvaða áhrif það hefur á mögulega fjárfestingu á Bakka að stjórnvöld og Landsvirkjun hafi að undanförnu leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers. Nýjustu fregnir hermi að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Kom yfirlýsingin í kjölfar þeirra ummæla iðnaðarráðherra á þriðjudag að Alcoa myndi ekki taka ákvörðun um álver á Bakka á næstu árum. Því væri mikilvægt að leita annarra tækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu.

Hefur kostað 16-17 milljarða

„Ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, spurður hvort heimamenn líti svo á að stjórnvöld hafi engan áhuga lengur á að fá álver Alcoa á Bakka.

„Við erum að sjálfsögðu miður okkar yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Við erum búin að vinna að þessu verkefni í fimm ár og enginn smáræðis tími og orka farið í þetta,“ segir Bergur og bendir jafnframt á að unnið hafi verið að Alcoa-verkefninu frá upphafi í samstarfi við stjórnvöld, m.a. með viljayfirlýsingum sem stjórnvöld hafa átt aðild að. Sé það raunin að engin alvara hafi staðið þar á bak við, „þá þykir okkur miður að hafa verið sendir af stað í þetta ferðalag“.

Bergir segir fyrstu hindrunina hafa verið þegar verkefnið var sett í sameiginlegt umhverfismat árið 2008, sem tók tvö og hálft ár en ekki einhverja tíu daga eins og fyrst hafi verið talað um.

„Þetta hefur kostað sveitarfélagið Norðurþing ómælda fjármuni sem íbúar mínir þurfa að bera,“ segir Bergur en talið er að samanlagður kostnaður við undirbúning álvers og orkurannsóknir í Þingeyjarsýslu undanfarin ár sé kominn í 16-17 milljarða króna.

„Alcoa þarf að fara að svara“

Katrín Júlíusdóttir segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa sagt neitt annað sl. þriðjudag en fram hafi komið í máli forráðamanna Alcoa haustið 2008, þegar ný viljayfirlýsing um Bakka var gerð, þ.e. að það stæði ekki til að taka ákvörðun um uppbyggingu á Bakka á næstu árum. Þess vegna hafi ferlið á Bakka verið opnað og þar hafi Alcoa haft forskot á önnur fyrirtæki.

„Það þýðir ekkert að benda á okkur í þessu sambandi. Fyrirtækið þarf að fara að svara spurningum sjálft um hvort það ætlar að fara í þessa uppbyggingu eða ekki, það þýðir ekki alltaf að benda á okkur. Ef alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa getur ekki staðið í samkeppni við minni fyrirtæki um að nýta orku á svæðinu þá veit ég ekki hvað skal segja,“ segir Katrín.

Hún segist hafa átt fund með yfirmönnum Alcoa í sumar og ekki hafi verið á þeim að heyra að þeir hefðu verið í virkum viðræðum við Landsvirkjun undanfarin misseri um uppbyggingu á Bakka.

Hún segir enga stefnubreytingu hafa orðið hjá stjórnvöldum núna síðustu dagana. „Ef einhver stefnubreyting hefur orðið þá er það helst sú að nú eru menn farnir að tala um hærra verð á orku en áður, af því að það eru aðilar tilbúnir til þess. Sú stefnubreyting kom fram fyrir meira en einu og hálfu ári hjá Landsvirkjun,“ segir Katrín, sem telur það heldur ekki sanngjarnt hjá forráðamönnum Norðurþings að segja stjórnvöld ekki hafa unnið af fullri alvöru við uppbyggingu álvers á Bakka.

„Ég hef stutt þetta verkefni frá fyrstu tíð og geri enn. Ég styð stórfellda uppbyggingu á Bakka en held ekki með einu fyrirtæki umfram önnur. Menn eru að keppa þarna á jafningjagrundvelli og Alcoa á vel að vera í stakk búið til þess að keppa við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á þessu svæði, ef þeir hafa raunverulegan áhuga,“ segir Katrín.

Kísilmálmur og metanól

Nokkrir aðrir aðilar en Alcoa hafa viljað fjárfesta í stóriðju á Norðausturlandi og sett sig í samband við Landsvirkjun um mögulega orkuöflun. Allir þeir kostir þurfa mun minni orku en álver Alcoa.

Nýverið ræddi bæjarstjórn Norðurþings um samstarfsyfirlýsingu við þýska fyrirtækið PCC um byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka. Einnig hefur fyrirtækið Thorsil sótt um lóð á svæðinu undir sambærilega starfsemi í kísiliðnaði en það er á vegum íslenskra og kanadískra aðila. Þá hefur fyrirtækið Carbon Recycling International, sem er í eigu íslenskra og bandarískra aðila, uppi áform um metanólverksmiðju við Kröflu. Finnska fyrirtækið Kemira hefur sent inn fyrirspurn um matsskyldu vegna mögulegrar natríumklórat-verksmiðju á Bakka.

Bergur Elías Ágústsson segir sveitarfélagið skoða alla áhugaverða kosti en ekkert þessara verkefna sé fast í hendi. Eftir sé t.d. að fara í gegnum matsferli og leyfisveitingar.

Enginn vilji hjá stjórn-völdum

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segist taka undir með heimamönnum í Norðurþingi að aldrei hafi verið fullur vilji til þess hjá núverandi ríkisstjórn að álver Alcoa risi á Bakka. Það sé rangt hjá iðnaðarráðherra að bera áhugaleysi Alcoa á uppbyggingu álvers fyrir sig og það hafi verið ástæða þess að stjórnvöld fóru að leita annarra leiða. „Þetta er tilraun til að færa andstöðu íslenskra stjórnvalda við uppbyggingu álvers á Bakka yfir á fyrirtækið sjálft sem alla tíð hefur sýnt þessu áhuga,“ segir Kristján og telur andstöðuna hafa verið eindregna allan tímann innan VG og sums staðar innan Samfylkingarinnar. „Ég leyfi mér að fullyrða að hluti af stjórnarmyndun Samfylkingar og Vinstri grænna hafi verið sá að koma í veg fyrir uppbyggingu álvers á Bakka. Það er óþarfi hjá stjórnvöldum að koma ábyrgðinni á því á alla aðra en sjálf sig.“

„Allir eru að bíða eftir öllum hinum“

„Þetta er orðið dálítið eins og með Helguvík, það eru allir að bíða eftir öllum hinum,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, um þá stöðu sem virðist vera komin upp um álver Alcoa á Bakka. Hann segir stjórnvöld aldrei hafa haft þá stefnu uppi að útiloka Alcoa frá Bakka umfram önnur fyrirtæki. Það sé hins vegar slæmt hve uppbygging fjárfestingarverkefna á Norðausturlandi hafi tafist lengi. Kristján segist aldrei hafa verið hræddur við uppbyggingu álvers á Bakka af ákveðinni stærð.

„Það sem hryggir mig er sú vitneskja að álfyrirtæki vilja ekki byggja minna álver en 360 þúsund tonn. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér að við séum að fara að byggja slíkt álver þarna á næstunni, ef fyrirtækin vilja enga aðra stærð. Svona álver þarf allt að 600 megavött og þar sem við erum rétt að byrja orkuvinnslu þarna þá segja mér sérfræðingar að það geti tekið 10 til 20 ár að afla 600 megavatta á þessu svæði,“ segir Kristján.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...