Árni Páll: Helle er hugmyndarík

Helle Thorning-Schmidt og Árni Páll á landsfundi Samfylkingarinnar 2007.
Helle Thorning-Schmidt og Árni Páll á landsfundi Samfylkingarinnar 2007. Ljósmynd/arnipall.is

„Það sópaði að Helle þegar ég kynntist henni fyrir næstum tuttugu árum, rétt eins og það gerir enn í dag. Hún er kraftmikil, fyndin og hugmyndarík. Hún er órög og hugrekki hennar mun hjálpa henni í þessu erfiða verkefni,“ skrifar Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýkjörinn forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt.

Árni Páll veltir því fyrir sér hvort Thorning-Schmidt, sem er jafnaðarmaður líkt og hann, lendi í sömu erfiðleikum með vinstri menn og Samfylkingin hafi gert með vinstri arminn í VG.

„Meirihlutinn er tæpur og samsettur úr fjórum ólíkum flokkum. Helle mun þurfa að sýna stjórnlist og lítið má út af bregða. Svend Auken lýsti SF einu sinni þannig að það væri jafn erfitt að fá afgerandi svör frá þeim og að negla búðing fastan við vegg. Nú þarf hún að hræra þann búðing og reyna að festa hann við vegginn. Ætli það sé jafn auðvelt og að smala köttum?“ spyr Árni Páll í pistlinum sem má nálgast hér.

Með SF á Árni Páll við Socialistisk Folkeparti, systurflokk VG í Danmerkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert