Einhver mánudagsfiðringur

Jón Gnarr að grínast.
Jón Gnarr að grínast. mbl.is/Golli

„Það var einhver mánudagur og einhver fiðringur, þetta var ekkert mál. Það hefur aldrei verið neitt að,“ segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, aðspurður í tilefni frétta sl. mánudag á vefmiðlinum Pressunni um óánægju innan Besta flokksins og mögulegarn klofning innan flokksins.

Haft var eftir Einari að hann væri óánægður með samskipti innan flokksins en hann hafði þá ekki verið látinn vita um hugsanlegt landsframboð skv. frétt Pressunnar en þar kom einnig fram að Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi flokksins, tæki í sama streng og Einar. Jón Gnarr, borgarstjóri og formaður Besta flokksins, sagði eftir ummæli Einars: „Þetta er bull og lélegt grín,“ í úrvarpsþættinum Reykjavík síðdegis.

Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Einar Örn þetta búið mál og ekkert sé meira um það að segja. „Við erum enn staðföst og sjáum framtíðina í flokknum sem sameiningartákn,“ segir Einar og bætir því við að viðbrögð hafi verið verulega ýkt hjá fjölmiðlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert