Kærir yfirmann sinn og formann VR vegna kynjamismununar

Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður í verslun Hagkaupa á Akureyri, hefur kært VR, Stefán Einar Stefánsson, formann VR, yfirmann sinn, Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaupa, og verslunina auk 16 verslana og fyrirtækja til kærunefndar jafnréttismála fyrir að hvetja til þess sem hann kallar að mismuna landsmönnum eftir kyni með því að bjóða konum 10% tímabundinn afslátt. 

Í tilkynningu sem Hallur sendi til fjölmiðla í dag segir hann:

„Ég fagna umræðum um meint launamisrétti kynjanna en frábið mér að taka þátt í að mismuna fólki vegna kyns þeirra sem starfsmaður eins af áðurnefndum fyrirtækjum. 

Mér var komið í afar óþægilega stöðu þegar fyrirtækið sem ég vinn hjá ákvað að annað kynið greiddi minna fyrir vörur en hitt. Vegna þessarar beinu mismununar, sem ég tel ólöglega, hef ég sent erindi til Kærunefndar jafnréttisráðs.“

Kæruna má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert