Góð aðsókn að sjávarútvegssýningu

Gestir á sjávarútvegssýningunni eftir hádegið í dag.
Gestir á sjávarútvegssýningunni eftir hádegið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Góð aðsókn hefur verið að sjávarútvegssýningunni í Kópavogi, sem hófst á sunnudag og lýkur klukkan 16 í dag.

Að sögn Helgu Guðrúnar Johnson, upplýsingafulltrúa sýningarinnar, er ekki ljóst hve margir gestir hafa sótt sýninguna en tilfinning manna sé, að þeir séu ekki færri en á síðustu sýningu fyrir þremur árum en þá voru gestirnir um 12.300. 

Hún segir einnig, að mörg fyrirtæki hafi gert sölusamninga á sýningunni og aðrir slíkir samningar séu í farvatninu. Þannig hafi hún heyrt af fyrirtæki, sem seldi fimm lyftara.

Úr sýningarhöllinni í dag.
Úr sýningarhöllinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Hægt var að hvíla lúin bein undir tónlist.
Hægt var að hvíla lúin bein undir tónlist. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert