Garðabær fær hæstu einkunn

Garðabær
Garðabær mbl.is/RAX

Samkvæmt nýlegri grein sem birtist í vikuritinu Vísbending er bati sveitarfélaga hægur. Heildarskuldir sveitarfélaganna jukust um 24 milljarða, úr 562 milljörðum árið 2009 í 586 milljarða árið 2010.

Þá hefur heildarhlutfall af tekjum farið úr 252 prósentum í 255 prósentur. Skuldir jukust því hraðar en tekjur frá árinu 2009 til 2010, samkvæmt greininni í Vísbendingu.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í einkunnargjöf Vísbendingar tróni Garðabær á toppnum sem besta sveitarfélagið en Álftanes rekur lestina. Það sem helst greinir Garðabæ frá öðrum sveitarfélögum er lágt útsvar en sérstaklega er tekið fram að fjölskylda með fimm milljóna króna árstekjur sparar sér 41 þúsund krónur sem nemur tveimur prósentum hærri ráðstöfunartekjum en hjá sambærilegri fjölskyldu í sveitarfélögum sem nýta sér hámarksútsvar. Þá er skuldastaða bæjarins sögð viðráðanleg og góð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert