Ekki gott að setja umsókn á ís

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ekki góður kostur fyrir neinn að setja málið á ís núna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi sem Heimsýn og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild stóð fyrir í Háskóla Íslands í dag. Yfirskrift fundarins var: Er skynsamlegt að leggja aðildarumsókn Íslands að ESB til hliðar?

„Eitt er víst að þessi spurning yfirgefur okkur og við þurfum að fá botn í það fyrr en síðar hvernig framtíðartengslum okkar við Evrópu verður háttað,“ sagði Steingrímur.

„Það er ekki góður kostur fyrir neinn að setja málið á ís núna. Ég tel augljóslega að það sé ekki góður kostur fyrir þá sem telja skynsamlegt að við göngum inn í Evrópusambandið. Ég held að það sé ekki heldur góður kostur fyrir okkur hin sem teljum að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið. Og það er augljóslega ekki góður kostur fyrir þann stóra hóp, sem við skulum ekki tala framhjá í þessari umræðu, sem vill skýra þetta mál og vill taka afstöðu til þess á grundvelli vitrænna upplýsinga. Þessi hópur er stór sem er ekki endilega með uppgerðan hug í þessum efnum, en  telur sig eiga heimtingu á því að hafa einhvern efnislegan grundvöll til þess að taka afstöðu til málsins. Það þarf fyrr eða síðar að gera það.“

Steingrímur sagði að ef ætti að hætta þessum viðræðum núna værum við litlu nær. Gerður hefði verið samanburður á löggjöf Íslands og ESB, þar sem fátt kæmi á óvart. „Það hefur ekki reynt enn á neinar af þeim eiginlegu grundvallarhagsmunum sem menn eru sammála um að varði Ísland mestu. Með öðrum orðum: Við værum sáralitlu nær og þrætan héldi áfram.“

Steingrímur sagði ekki útilokað að það slitnaði upp úr viðræðum við ESB vegna ágreinings um grundvallarmál. Önnur niðurstaða væri að menn kláruðu viðræður og þjóðin greiddi síðan atkvæði um samninginn. Steingrímur sagði að þróun mála í Evrópusambandinu skipti vissulega máli varðandi framtíð viðræðna. „Að sjálfsögðu getur enginn afsalað sér réttinum til að endurmeta stöðuna ef Evrópusambandið er allt að fara á hliðina, sem ég vona nú að verði ekki. Það hjálpar ekki neinum ef þar fer allt í vitleysu þó að maður fái stundum á tilfinningu hér heima að menn fyllist mikilli Þórðargleði yfir öllum erfiðleikum sem Evrópa glímir við, allt frá stöðu Grikklands og norður úr. Það finnst mér ekki geðlegum málflutningur.

Ísland þarf að skýra það til frambúðar hvernig tengslum við þetta langstærsta og mikilvægast viðskiptasvæði okkar verður. Það er ekki gott fyrir okkur út frá okkar þjóðarhagsmunum til langs tíma litið, að hafa þetta alltaf í höndunum og rífast um þetta endalaust. Ég hef mikinn áhuga á að við leiðum þetta til efnislegrar niðurstöðu sem markar stefnuna fyrir okkur dálítið inn í tímann.

Ég tel sjálfur sáralitlar líkur á að þjóðin sé að fara að samþykkja það að fara inn í Evrópusambandið og átta mig þess vegna ekki á því af hverju við ættum að vera svona hrædd sem deilum þeirri skoðun,“ sagði Steingrímur.

mbl.is

Innlent »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekið í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efnis fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
Þurrkari
...
Til sölu Volvo S40 árg '06, ekinn 131 þ
Beinsk. skráður 29.9.06. Í eigu sömu fjölsk. frá upphafi. Reglub. viðhald, nýleg...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...