Boða mótmæli á Austurvelli

Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli annað kvöld þegar forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Í tilkynningu frá hópi sem stendur fyrir mótmælunum segir að barðar verði tunnur.

Tunnur voru líka barðar fyrir einu ári þegar umræður fóru fram um stefnuræðu forsætisráðherra. Í tilkynningu, sem er birt á Fésbók, segir að ríkisstjórnin hafi svikið gefin loforð og hagsmunir fjármálastofnana settir á oddinn. „Við krefjumst þess að tekið verði á skuldavanda landsmanna með réttlætið að leiðarljósi en ekki sérhagsmunagæslu og klíkuskap. Við krefjumst þess að þeir sem ekki hafa lært af reynslunni víki úr embættum fyrir nýrri hugmyndafræði sem er óbundin flokkspólitískri hagsmunagæslu,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert