Flutningaskip strandaði á Þórshöfn

Flutningaskipið í höfninni á Þórshöfn í morgun.
Flutningaskipið í höfninni á Þórshöfn í morgun. mbl.is/Líney

Flutningaskipið Kaprifol strandaði í höfninni á Þórshöfn um sjöleytið í morgun. Skipið, sem skráð er í Kýpur, var að koma frá Noregi að sækja lýsisfarm til Þórshafnar þegar það lenti í erfiðleikum í höfninni snemma í morgun. Það náðist á flot eftir þrjá tíma.

Hvasst var í veðri og skipið, sem er 93ja metra langt lét illa að stjórn. og náði ekki að leggjast að bryggju en strandaði rétt utan við hana.

Tæpa þrjá tíma tók að losa skipið en það hafðist þegar dráttartaug var sett úr skipinu í Benz vörubifreið sem dró það upp. Aftari taugin lenti þó í skrúfu skipsins og eftir er að kanna hvort skemmdir hafa orðið á henni en síður er búist við því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert