Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir?

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi. mbl.is/Ómar

Fram kom í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Alþingi síðastliðinn mánudag að ljúka bæri samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu með sem hagfelldustum hætti. Það væri gert „með því að móta faglega sterka kröfugerð fyrir Íslands hönd“.

Nokkur umræða hefur skapast um það hver samningsmarkmið Íslands í viðræðum við ESB séu og hafa ýmsir orðið til þess að krefjast þess að þau yrðu gerð opinber. Samkvæmt því sem fram kom í ræðu Jóhönnu hafa samningsmarkmiðin hins vegar ekki enn verið mótuð. Orðrétt segir í ræðunni:

„Við eigum því að sameinast um að ljúka samningum með sem hagfelldustum hætti fyrir íslenska þjóð og leggja afrakstur þeirrar vinnu í dóm þjóðarinnar. Það gerum við með því að móta faglega sterka kröfugerð fyrir Íslands hönd. Það er beinlínis lýðræðisleg skylda okkar að vinna nú með þessum hætti, í ljósi forsögunnar og afstöðu þjóðarinnar til málsins.“

Formlegar samningaviðræður við ESB um aðild Íslands hófust 27. júní síðastliðinn.

Ræða forsætisráðherra í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert