„Allt saman stórir dallar“

Von er á fleiri stórum skipum á næstu dögum.
Von er á fleiri stórum skipum á næstu dögum. mynd/Guðlaugur B. Birgisson

Biðröð hefur verið við höfnina í Neskaupstað í morgun og hafa átta skip legið þar við höfn eða beðið eftir að landa. Um er að ræða fimm íslensk fiskiskip og þrjú erlend fraktskip. Að sögn hafnarvarðar er von á fleiri stórum skipum á næstu dögum.

„Það var rosalega gaman að sjá þetta, þetta var svoddan aksjón. Það er alltaf verið að skipa út og landa hérna. Ég held að af þessum átta skipum hafi Börkur, sem lengi vel var stærsta skip flotans, verið næstminnstur, svo eru þetta allt saman stórir dallar. Ég hef aldrei séð svona mikla traffík frá því í gamla daga,“ segir Magni Kristjánsson, fyrrverandi skipstjóri og núverandi hótelrekandi í bænum.

Eru fraktskipin meðal annars að sækja makríl til manneldis, síld og mjöl. Að sögn Hjálmars Inga Einarssonar, hafnarvarðar, hefur umferðin um höfnina verið með þessu móti í allt sumar. Von sé á sex stórum fraktskipum á næstu dögum.

Fimm íslensk fiskiskip og þrjú erlend fraktskip hafa legið við …
Fimm íslensk fiskiskip og þrjú erlend fraktskip hafa legið við höfnina. mynd/Guðlaugur B. Birgisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert