Endurflytur frumvarp vegna endurútreikninga erlendra lána

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Skýring bankanna á þeirra útreikningi er lagasetning Árna Páls sem [kom] í kjölfar dóma um erlendu lánin. Þar innleiddi ríkisstjórnin sérstaka reiknireglu. Reiknireglan felur í sér að fólk fær ekki frádregið það sem það hefur greitt inn á höfuðstól láns,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag hyggst hópur fólks höfða mál gegn bönkunum vegna þess hvernig þeir hafa staðið að endurútreikningum á erlendum lánum í samræmi við lög þess efnis sem samþykkt voru á Alþingi í sumar samkvæmt frumvarpi Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Guðlaugur Þór segist hafa áður vakið athygli á þessu og meðal annars sett á heimasíðu sína reiknivél fyrir lán „til að vekja athygli á þessu óréttlæti“. Þá hafi hann flutt frumvarp sem ætlað sé að leiðrétta þetta sem þó hafi ekki náð fram að ganga. Hann ætli hins vegar að flytja það aftur á Alþingi í dag.

Facebook-síða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert