Trúin í skammarkrókinn?

Áfram má syngja sálma en krossinn og biblían eru úti …
Áfram má syngja sálma en krossinn og biblían eru úti í kuldanum. mbl.is/Ernir

Niðurstaða er loks komin í deilu sem staðið hafa í rúmt ár um róttækar tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um nýjar reglur um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög.

Borgarstjórn samþykkti í vikunni með 10 atkvæðum gegn fimm atkvæðum sjálfstæðismanna reglur sem ganga nokkru skemmra. Þær breyta samt á margvíslegan hátt hefðbundnum samskiptum þessara aðila við trúfélög.

Í reglunum sem samþykktar voru er rætt um að tryggja öllum börnum rétt til „þátttöku í skólastarfi óháð þeirri trúar- eða lífsskoðun sem þau alast upp við. Upplýst fræðsla um kristna trú, trúarbrögð heimsins, lífsskoðanir, siðfræði, heimspeki og íslenska menningu er mikilvæg í öllu starfi skóla borgarinnar. Trúarleg innræting og boðun tiltekinna lífsskoðana á þar ekki heima“.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að haldið er fast við ákvæði í upprunalegu tillögunum um að banna dreifingu í skóla á „boðandi efni“ af öllu tagi, þ.ám. bókum, sem hlýtur að merkja að Gídeonsfélagið má ekki sýna sig í skólunum með Nýja testamentið til fermingarbarna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert