Hvergi óhult nema í kirkjunni

Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Ebba Ólafsdóttir segir að henni hafi hvegi fundist hún vera óhult fyrir föður sínum, Ólafi Skúlasyni biskupi, nema í kirkjunni, þegar hann var að predika.

 Guðrún Ebba lýsir því í viðtali við Þórhall Gunnarsson, sem sýnt verður í Sjónvarpinu á sunnudagskvöld, hvernig faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá unga aldri.

„Hann hafði alls staðar aðgang að mér, einhvern veginn. En í kirkjunni, þar sem hann var við altarið og í predikunarstólnum, þá gat hann ekki náð mér,“ segir Guðrún Ebba en hluti úr viðtalinu var birtur í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

„Þá sat ég í mínu sæti og ég vissi að hann næði mér ekki. Og þar leyfði ég mér, akkúrat þar, á sunnudegi, að vera reið út í hann. Og ég sá pabba í predikunarstólnum, og mér fannst vera svart í kringum hann. Og ég hugsaði: „Hann er af hinu illa!“ Og ég fann að ég hataði þennan mann.“

Viðtalið við Guðrúnu Ebbu verður á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagskvöld, klukkan 20.10.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert